Orkuvinnslu fylgir óhjákvæmilega rask á náttúru og umhverfi sem getur meðal annars valdið umtalsverðum sjónrænum áhrifum.
Landsvirkjun leggur ríka áherslu á að lágmarka ávallt það rask sem starfsemin hefur í för með sér, að viðhalda náttúrulegum fjölbreytileika og að færa röskuð svæði eins og unnt er til fyrra horfs. Þá leggur fyrirtækið sérstaka áherslu á að skapa heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrlegs landslags. Lögð er áhersla á að ásýnd og aðrir umhverfisþættir séu metnir strax á undirbúningsstigi virkjunarkosta, m.a. með víðtækum rannsóknum á umhverfinu og með því að skilgreina meginlínur Landsvirkjunar í hönnun og heildaryfirbragði mannvirkja. Mikill fjöldi skýrslna er gefinn út árlega þar sem niðurstöður rannsókna á náttúru og lífríki við orkuvinnslusvæði Landsvirkjunar eru kynntar. Skýrslurnar eru allar aðgengilegar á vef fyrirtækisins.
Orkulandslag á Íslandi
Á síðasta ári bauð Landsvirkjun til opins fundar í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta þar sem fjallað var um leiðir til að skapa jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar. Fundurinn var hluti af opinni fundaröð í tilefni 50 ára afmælisárs fyrirtækisins.
Hvernig mótar orkuvinnsla umhverfið?
Útgefið efni
Árlega stundar Landsvirkjun ítarlegar umhverfisrannsóknir á áhrifasvæðum aflstöðva fyrirtækisins og vegna fyrirhugaðra virkjanakosta. Markmiðið er að leggja mat á hvort og þá hvernig starfsemi Landsvirkjunar hefur áhrif á náttúru og lífríki þessara svæða. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við háskóla, rannsóknarstofnanir og sjálfstæða sérfræðinga. Hér er að finna yfirlit yfir helstu rannsóknir í tengslum við náttúru og ásýnd unnar á árinu 2015.
Rof og setmyndun |
NÚMER |
---|---|
Blöndulón : vöktun á strandrofi og áfoki : áfangaskýrsla 2014. | LV-2015-055 |
Hálslón : sethjallar og rofsaga. | LV-2015-056 |
Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns [rafrænt] : áfangaskýrsla 2015. | LV-2015-104 |
Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana : úttekt 2015. | LV-2015-115 |