Segment

Orkuvinnslu fylgir óhjákvæmilega rask á náttúru og umhverfi sem getur meðal annars valdið umtalsverðum sjónrænum áhrifum. 

Segment

Landsvirkjun leggur ríka áherslu á að lágmarka ávallt það rask sem starfsemin hefur í för með sér, að viðhalda náttúrulegum fjölbreytileika og að færa röskuð svæði eins og unnt er til fyrra horfs. Þá leggur fyrirtækið sérstaka áherslu á að skapa heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrlegs landslags. Lögð er áhersla á að ásýnd og aðrir umhverfisþættir séu metnir strax á undirbúningsstigi virkjunarkosta, m.a. með víðtækum rannsóknum á umhverfinu og með því að skilgreina meginlínur Landsvirkjunar í hönnun og heildaryfirbragði mannvirkja. Mikill fjöldi skýrslna er gefinn út árlega þar sem niðurstöður rannsókna á náttúru og lífríki við orkuvinnslusvæði Landsvirkjunar eru kynntar. Skýrslurnar eru allar aðgengilegar á vef fyrirtækisins. 

Section #OrkulandslagaIslandi
Segment

Orkulandslag á Íslandi

Á síðasta ári bauð Landsvirkjun til opins fundar í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta þar sem fjallað var um leiðir til að skapa jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar. Fundurinn var hluti af opinni fundaröð í tilefni 50 ára afmælisárs fyrirtækisins.

Segment

Hvernig mótar orkuvinnsla umhverfið?

Section #
Segment

Útgefið efni

Árlega stundar Landsvirkjun ítarlegar umhverfisrannsóknir á áhrifasvæðum aflstöðva fyrirtækisins og vegna fyrirhugaðra virkjanakosta. Markmiðið er að leggja mat á hvort og þá hvernig starfsemi Landsvirkjunar hefur áhrif á náttúru og lífríki þessara svæða. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við háskóla, rannsóknarstofnanir og sjálfstæða sérfræðinga. Hér er að finna yfirlit yfir helstu rannsóknir í tengslum við náttúru og ásýnd unnar á árinu 2015.

Segment
Landgræðsla og skógrækt Númer
Þeistareykjavegur nyrðri og virkjunarsvæði : uppgræðsluaðgerðir 2014 og áætlaðar aðgerðir 2015. LV-2015-029
Umhverfishópur Landsvirkjunar. Skýrsla sumarvinnu 2015. LV-2015-101
Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði [rafrænt] : framkvæmdir og árangur 2015. LV-2015-106
Gróðurstyrking á Húsey 2015 : framkvæmdir og árangur 2015 : tillaga að áætlun 2016. LV-2015-111

Áhrif á lífríki

NÚMER
Burðarsvæði Snæfellshjarðar 2005–2013 : mat á áhrifum virkjunar. LV-2015-130
Gróður- og fuglavöktun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum árið 2014. LV-2015-011
Gróðurfar á rannsóknarsvæði vindorku vegna Búrfellslundar. LV-2015-034
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014. LV-2015-060
Heiðagæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2014. LV-2015-068
Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014. LV-2015-071
Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2014. LV-2015-061
Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2014. LV-2015-119
Fiskirannsóknir í Skjálfandafljóti 2015 og möguleg áhrif virkjana. LV-2015-120
Fuglar og vindmyllur í Búrfellslundi. LV-2015-073
Veiði í vötnum á Auðkúluheiði og á veituleið Blöndustöðvar : Samantekt. LV-2015-109
Skilgreining á svæðum hentugum til endurheimtar votlendis í nágrannabyggðum Kröflu. LV-2015-126

Rof og setmyndun

NÚMER
Blöndulón : vöktun á strandrofi og áfoki : áfangaskýrsla 2014. LV-2015-055
Hálslón : sethjallar og rofsaga. LV-2015-056
Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns [rafrænt] : áfangaskýrsla 2015. LV-2015-104
Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana : úttekt 2015. LV-2015-115

Sjónræn áhrif

NÚMER
Þeistareykjavegur syðri : landmótunarfrágangur vegar frá virkjun við Þeistareyki að Kísilvegi. LV-2015-022
Sjónræn áhrif. Búrfellslundur : vindmyllur í Rangárþingi Ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. LV-2015-089
Landslagsgreining : vindmyllur í Rangárþingi Ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. LV-2015-090
Landmótunarfrágangur á námum við Kröflu : Grænagilsöxl og Sandabotnaskarð. LV-2015-124
Borsvæði við Víti KJ-40 : landmótunarfrágangur og vistheimt. LV-2015-118
Section #