Umhverfisskýrsla 2015

Þeistareykir, jarðhitasvæði

Section #
Segment

Orkuvinnsla í sátt við umhverfi

Landsvirkjun leggur ríka áherslu á að nýta þær orkulindir sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbærum hætti og hefur að leiðarljósi að stunda orkuvinnslu í sátt við umhverfi og samfélag. Með skýrri umhverfisstefnu, ítarlegum rannsóknum og vöktun umhverfisins vinnur fyrirtækið markvisst að því að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar.

Segment

Notkun jarðefnaeldsneytis

Þrátt fyrir aukningu á innkaupum á jarðefnaeldsneyti á árinu 2015 tókst engu að síður að draga úr notkun dísilolíu á farartæki, aðallega vegna notkunar lífdísils í stað hefðbundinnar dísilolíu. Heildarnotkun dísilolíu á farartæki dróst saman um 11% frá fyrra ári en veruleg aukning var hins vegar í innkaupum á dísilolíu á varaaflsvélar fyrirtækisins.

Segment

Losun gróðurhúsalofttegunda

Heildarlosun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2015 var 52 þúsund tonn CO2-ígilda.

Segment

Kolefnisspor

Kolefnisspor Landsvirkjunar er skilgreint sem árleg losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í starfsemi fyrirtækisins að frádreginni áætlaðri kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun. Kolefnisspor fyrirtækisins árið 2015 var 28.886 tonn CO2-ígilda. 

Segment

Niðurstöður rannsókna á Mývatnssvæði

Árið 2015 voru 5.099 þúsund tonn af gufu notuð til að vinna 497 GWst af raforku á Mývatnssvæðinu. Styrkur mengandi efna í grunnvatnssýnum við Mývatn sem tekin eru árlega við Vogaflóa og Langavog hefur alltaf mælst undir umhverfismörkum.

Nánar má lesa um losun frá starfsemi jarðvarmastöðva Landsvirkjunar hér.

Section #
Segment

Árangur og áskoranir

Árið 2015 fagnaði Landsvirkjun hálfrar aldar afmæli sínu. Á þeim tímamótum var litið yfir farinn veg en einnig til framtíðar og þeirra tækifæra og áskorana sem þar bíða.

Loftslagsbreytingar eru eitt stærsta og mikilvægasta verkefni samtímans. Það verkefni krefst samvinnu hagsmunaaðila, fyrirtækja og almennings þar sem þjóðir heims leggja sitt af mörkum. Ný umhverfisstefna Landsvirkjunar og markmið fyrirtækisins í loftslagsmálum grundvallast á þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem fyrirtækið hefur gengist undir.

Nánar um fyrirtækið

Opinská framsetning gagna

Landsvirkjun hefur haldið grænt bókhald frá árinu 2006. Í græna bókhaldinu er að finna tölulegar upplýsingar um umhverfismál fyrirtækisins og þróun umhverfismála.

Þar má meðal annars sjá yfirlit yfir auðlindanotkun fyrirtækis, alla losun frá starfseminni út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg ásamt niðurstöðum umhverfisrannsóka. Með nýrri stefnu og áherslum sem henni fylgja leitar fyrirtækið leiða til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

Nánar um grænt bókhald

Orka náttúrunnar

Á Íslandi fyrirfinnst mikið magn endurnýjanlegra orkugjafa en vatn og varmi hefur verið nýtt til orkuvinnslu um árabil. Vindur er nýr og spennandi orkukostur hér á landi sem fyrirtækið hefur til skoðunar.

Landsvirkjun vinnur orku eingöngu úr endurnýjanlegum orkugjöfum og leggur ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu þeirra. Endurnýjanlegir orkugjafar eru auðlindir á borð við vatnsafl, jarðvarma og vindorku, sem eiga það sameiginlegt að verða til vegna stöðugra náttúrlegra ferla sem eyðast ekki við nýtingu.

Nánar um endurnýjanlega orkugjafa

Kolefnishlutlaust fyrirtæki fyrir árið 2030

Þó starfsemi fyrirtækisins grundvallist á nýtingu endurnýjanlegra orkulinda er brýnt að huga að takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem starfsemin óhjákvæmilega veldur.

Kolefnisspor er skilgreint sem árleg losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi fyrirtækis að frádreginni kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Landsvirkjun hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en ári 2030, þ.e. að binda jafnmikið af kolefni og losnar vegna starfseminnar.

Nánar um kolefnisspor