Section #
Segment

Ábyrgðarmaður: Ragnheiður Ólafsdóttir

Segment

Opinská framsetning gagna

Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hefur markað sér stefnu í umhverfismálum og vinnur markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. 

Mikilvægum umhverfisþáttum sem snúa að rekstri Landsvirkjunar er stýrt og þeir vaktaðir. Má þar nefna nýtingu auðlinda, losun í andrúmsloft og vatnsviðtaka, magn og meðhöndlun úrgangs ásamt fleiri þáttum. Í grænu bókhaldi fyrirtækisins er gerð grein fyrir tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækisins.

Þær tölur sem birtar eru í skýrslunni eru unnar upp úr bókhaldsforritum Landsvirkjunar, DynamicsAX, DMM, mannauðskerfi, jarðvarmagrunninum ViewData sem er í umsjá Kemíu sf., gagnagrunni Landsnets um orkuvinnslu og Landnýtingargrunni og bindibókhaldi (LULUCF) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Tölurnar eru ýmist rauntölur eða reiknaðar út frá mæligildum. Umsjón með gagnaúrvinnslu og rýni eru í höndum verkfræðistofunnar EFLU. Upplýsingar eru gefnar samkvæmt bestu vitund og teljast réttar.

Grænt bókhald 2015
3,24 MB PDF File
Segment

Útgefið efni

Landsvirkjun stundar ítarlegar rannsóknir á áhrifasvæðum aflstöðva fyrirtækisins og vegna fyrirhugaðra virkjanakosta. Markmiðið er að leggja mat á hvort og þá hvernig starfsemi Landsvirkjunar hefur áhrif á umhverfi sitt. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við háskóla, rannsóknarstofnanir og sjálfstæða sérfræðinga. Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Með rafrænni útgáfu er um leið aukið aðgengi að öllum skýrslum tengdum umhverfismálum Landsvirkjunar sem gefnar eru út árlega. Með því að smella á heiti skýrslu má nálgast rafrænt eintak hennar.

Segment
Nýting jarðhitaforðans NÚMER
Þeistareykjavirkjun: Vinnslueiginleikar gufu og vatns úr borholum: Uppfærð skýrsla með nýjum gögnum. LV-2015-003
Krafla: Blástursprófun holu KJ-35 eftir hreinsun. LV-2015-045
Krafla og Bjarnarflag: Afköst borhola og efnainnihald vatns og gufu í borholum og vinnslurás árið 2014. LV-2015-081
Þeistareykjavirkjun : Vinnslueiginleikar gufu og vatns úr borholum : Uppfærð skýrsla með nýjum gögnum. LV-2015-083
Tectonic control of alteration, gases, resistivity, magnetics and gravity in Þeistareykir area : implications for Northern rift zone and Tjörnes fracture zone. LV-2015-039
Revision of the conceptual model of the Krafla geothermal system. LV-2015-040
The Krafla Geothermal System: Research summary and conceptual model revision. LV-2015-098
Háhitasvæðin á Þeistareykjum, í Kröflu og Námafjalli. Vöktun á yfirborðsvirkni og grunnvatni árið 2015. LV-2015-125
Nýting vatnsforðans NÚMER
Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli jökulárið 2013-2014. LV-2015-008
Norðausturland endurskoðun rennslislíkans. LV-2015-058
Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli : jökulárið 2012-2013. LV-2015-076
Bjarnarflag - holur BJ-13, BJ-14 og BJ-15 : þunnsneiðagreining og úrvinnsla. LV-2015-094
Losun út í andrúmslofið NÚMER
Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Reykjahlíð og Kelduhverfi : Úrvinnsla mælinga 2014. LV-2015-035
Comparison of methods to utilize CO2 from geothermal gases from Krafla and Þeistareykir. LV-2015-057
Losun út í vatn og jarðveg NÚMER
Dallækur í Mývatnssveit : Efnagreiningar sýna af vatni og seti. LV-2015-079
Dallækur í Mývatnssveit : Breytingar kortlagðar eftir loftmyndum 1945–2014. LV-2015-095
Hávaði NÚMER
Vöktun hljóðstigs við jarðvarmavirkjanir : greinargerð um hljóðmælingar árið 2014. LV-2015-050
Hljóðstigsreikningar frá fyrirhuguðum vindmyllum ofan Búrfells. LV-2015-091
Landgræðsla og skógrækt Númer
Þeistareykjavegur nyrðri og virkjunarsvæði : uppgræðsluaðgerðir 2014 og áætlaðar aðgerðir 2015. LV-2015-029
Umhverfishópur Landsvirkjunar. Skýrsla sumarvinnu 2015. LV-2015-101
Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði [rafrænt] : framkvæmdir og árangur 2015. LV-2015-106
Gróðurstyrking á Húsey 2015 : framkvæmdir og árangur 2015 : tillaga að áætlun 2016. LV-2015-111
Áhrif á lífríki NÚMER
Burðarsvæði Snæfellshjarðar 2005-2013 : mat á áhrifum virkjunar. LV-2015-130
Gróður- og fuglavöktun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum árið 2014. LV-2015-011
Gróðurfar á rannsóknarsvæði vindorku vegna Búrfellslundar. LV-2015-034
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014. LV-2015-060
Heiðagæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2014. LV-2015-068
Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014. LV-2015-071
Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2014. LV-2015-061
Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2014. LV-2015-119
Fiskirannsóknir í Skjálfandafljóti 2015 og möguleg áhrif virkjana. LV-2015-120
Fuglar og vindmyllur í Búrfellslundi. LV-2015-073
Veiði í vötnum á Auðkúluheiði og á veituleið Blöndustöðvar : Samantekt. LV-2015-109
Skilgreining á svæðum hentugum til endurheimtar votlendis í nágrannabyggðum Kröflu. LV-2015-126

Rof og setmyndun

NÚMER
Blöndulón : vöktun á strandrofi og áfoki : áfangaskýrsla 2014. LV-2015-055
Hálslón : sethjallar og rofsaga. LV-2015-056
Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns [rafrænt] : áfangaskýrsla 2015. LV-2015-104
Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana : úttekt 2015. LV-2015-115

Sjónræn áhrif

NÚMER
Þeistareykjavegur syðri : landmótunarfrágangur vegar frá virkjun við Þeistareyki að Kísilvegi. LV-2015-022
Sjónræn áhrif. Búrfellslundur : vindmyllur í Rangárþingi Ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. LV-2015-089
Landslagsgreining : vindmyllur í Rangárþingi Ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. LV-2015-090
Landmótunarfrágangur á námum við Kröflu : Grænagilsöxl og Sandabotnaskarð. LV-2015-124
Borsvæði við Víti KJ-40 : landmótunarfrágangur og vistheimt. LV-2015-118
Annað NÚMER
Þeistareykjavirkjun : áætlun um aðgerðir og vöktun umhverfisþátta. LV-2015-052
Þeistareykjavirkjun : yfirlit yfir framkvæmdir sumarið 2014. LV-2015-062
Búrfellslundur : mat á umhverfisáhrifum: frummatsskýrsla. LV-2015-087
Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vindorku: vindmyllur á Hafinu við Búrfell LV-2015-129
Umhverfisskýrsla 2014 [rafrænt]. LV-2015-015

Samfélagið

NÚMER
Samráðsfundur með ferðaþjónustuaðilum vegna framkvæmda við Þeistareyki : samantekt. – Landsvirkjun ; Jóna Bjarnadóttir, verkefnastjóri ; Magnús Orri Schram og Ása Karin Holm Bjarnadóttir (Capacent) LV-2015-028
Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðamenn. – Landsvirkjun ; Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri ; Anna Dóra Sæþórsdóttir, Guðmundur Björnsson og Rannveig Ólafsdóttir ; Háskóli Íslands LV-2015-054
Búrfellslundur : vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi : fornleifaskráning 2015. – Landsvirkjun ; Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri ; Fornleifafræðistofan ; Bjarni F. Einarsson LV-2015-063
Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðaþjónustu og íbúa. – Landsvirkjun ; Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri ; Rannveig Ólafsdóttir, Guðrún Líneik Guðjónsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Þorkell Stefánsson/Háskóli Íslands LV-2015-072
Samantekt um vettvangsskráðar fornleifar vegna Hrafnabjargavirkjunar (A, B og C) og Fljótshnjúksvirkjunar í Skjálfandafljóti. – Landsvirkjun ; Hrafnabjargavirkjun hf. ; Helgi Jóhannesson, verkefnisstjóri LV ; Franz Árnason, verkefnisstjóri Hrafnabjargavirkjunar ; Fornleifastofnun Íslands ; Elín Ósk Hreiðarsdóttir ... [et al] LV-2015-078
Stækkun Búrfellsvirkjunar : fornleifaskráning vegna deiliskipulags við Búrfellsstöð : Skeiða- og Gnúpverjahreppur. – Landsvirkjun ; Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri ; Fornleifafræðistofan ; Bjarni F. Einarsson LV-2015-121
Umhverfishópur Landsvirkjunar. Skýrsla sumarvinnu 2015 LV-2015-101