Segment

Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja og vakta umhverfisáhrif af starfsemi sinni og leitast við að draga úr þeim.


Markmið fyrirtækisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hávaða og mengandi efna út í umhverfið.

Section #Andrumsloft
Segment

Andrúmsloft

Mikilvægt er að haga orkuvinnslu fyrirtækisins á þann veg að hún fari fram með sjálfbærum hætti og takmarki losun gróðurhúsalofttegunda.

Segment

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2015 var 52 þúsund tonn CO2-ígilda og minnkaði losunin því um 1% frá árinu 2014.

Segment

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar má að stærstum hluta rekja til orkuvinnslu með jarðvarma eða 68% og losunar frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana sem var 29%. Önnur losun var vegna brennslu eldsneytis, urðunar úrgangs og losunar á SF6 gasi frá rafbúnaði, sem var samtals um 3%.

Segment

Segment

Brennisteinsvetni er ekki gróðurhúsalofttegund en getur haft neikvæð áhrif á bæði fólk og lífríki. Brennisteinsvetni losnar vegna nýtingar jarðhita en náttúrulegt útstreymi frá jarðhitasvæðum hefur einnig áhrif á styrk þess í andrúmslofti. Landsvirkjun fylgist með styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti vegna jarðhitanýtingar á Norðausturlandi. Niðurstöður mælinga ársins 2015 leiða í ljós að daglegt hámark 24 klukkustunda hlaupandi meðaltals af styrk brennisteinsvetnis fór aldrei yfir skilgreind heilsuverndarmörk á mælistöðum Landsvirkjunar. Þá var ársmeðaltal fyrir styrk brennisteinsvetnis innan heilsuverndarmarka árið 2015 á öllum mælistöðum.

Segment

Mælingar á brennisteinsvetni H2S við Reykjahlíðarskóla. Meðaltal hvers mánaðar og ársmeðaltal árið 2015.

Section #Vatnogjardvegur
Segment

Vatn og jarðvegur

Markmið Landsvirkjunar er að nýta auðlindirnar á sem hagkvæmastan hátt en draga jafnframt úr losun mengandi efna út í umhverfið. Fyrirtækið rekur tvær jarðvarmastöðvar á Norðausturlandi, Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð, og stundar jafnframt rannsóknir vegna virkjanaframkvæmda á Þeistareykjum, fyrirhugaðrar stækkunar Kröflustöðvar og nýrra virkjana í Bjarnarflagi og Hágöngum. Árið 2015 voru 5.099 þúsund tonn af gufu notuð til að vinna 497 GWst af raforku á Mývatnssvæðinu. Fráveituvatnið frá jarðvarmastöðvum inniheldur þungmálma í litlu magni, þar með talið arsen, og næringarefni sem eiga að stærstum hluta uppruna sinn í jarðhitavökvanum. Sé styrkur efnanna of mikill getur yfirborðslosun haft áhrif á grunnvatn og lífríki. Samkvæmt starfsleyfi Kröflu- og Bjarnarflagsstöðvar er heimild fyrir losun á þétti- og skiljuvatni frá stöðvunum svo lengi sem styrkur mengandi efna í grunnvatnsstraumnum er undir umhverfismörkum. Árlega eru gerðar ítarlegar mælingar á grunnvatni á þessum svæðum til að vakta möguleg áhrif á frárennslisvatn frá stöðvunum. Styrkur arsens í grunnvatnssýnum sem tekin hafa verið árlega við Vogaflóa og Langavog hefur alltaf mælst undir umhverfismörkum I.

Segment
Segment

Staðsetning aflstöðva og sýnatökustaða

Fylgst er með áhrifum affallsvatns frá Kröflu- og Bjarnarflagsstöð

Sýnatökustaðir
Aflstöðvar
Segment

Árlega eru gerðar ítarlegar mælingar á grunnvatni á þessum svæðum til að vakta möguleg áhrif á frárennslisvatn frá stöðvunum. 

Segment

Til að draga úr umhverfisáhrifum vegna losunar vatnsins er hægt að veita vatninu aftur niður í jarðhitageyminn en einnig getur reynst nauðsynlegt að losa hluta þess á yfirborði. Á árunum 2011–2015 hefur markvisst verið dregið úr losun fráveituvatnsins í yfirborðsvatn. Samhliða því hefur djúplosun verið aukin og er nú um 80% fráveituvatnsins losað með djúplosun. Samkvæmt starfsleyfi Kröflu- og Bjarnarflagsstöðvar er heimild fyrir losun á affallsvatni frá stöðvunum út í yfirborðsvanti svo lengi sem styrkur mengandi efna í grunnvatnsstraumnum er undir umhverfismörkum. Gerðar eru ítarlegar mælingar á grunnvatni á þessum svæðum til að vakta möguleg áhrif á affallsvatn frá stöðvunum. Styrkur mengandi efna í grunnvatnssýnum við Mývatn sem tekin eru árlega við Vogaflóa og Langavog hafa ávallt mælst undir umhverfismörkum. 

Section #Urgangur
Segment

Úrgangur

Landsvirkjun leitast við að draga úr magni úrgangs sem fer til förgunar og auka endurvinnslu og endurnýtingu á úrgangi sem til fellur í starfsemi fyrirtækisins. Allur úrgangur er flokkaður og magn hans skráð. Magn úrgangs getur verið afar breytilegt á milli ára og fer að stórum hluta eftir umfangi viðhaldsverkefna ár hvert. Úrgangi vegna starfseminnar má skipta í þrjá hluta:

  • Úrgangur til endurvinnslu eða endurnýtingar
  • Óvirkur úrgangur
  • Úrgangur til förgunar

Heildarmagn úrgangs árið 2015 var rúmlega 163 tonn. Þar af voru 120 tonn sem fóru til endurvinnslu og endurnýtingar, tæplega 43 tonn fóru til urðunar og tæpt tonn var óvirkur úrgangur.

Segment
Segment

Öll spilliefni sem falla til vegna starfsemi Landsvirkjunar eru flokkuð og magn þeirra skráð. Árið 2015 voru tæp 14 tonn af spilliefnum send til viðurkennds móttökuaðila þar sem þau eru meðhöndluð samkvæmt lögum og reglugerðum um meðferð þeirra. Úrgangsolía er stærstur hluti þeirra spilliefna sem fellur til vegna starfseminnar.

Section #
Segment

Útgefið efni

Landsvirkjun leggur ríka áherslu á að þekkja þau áhrif sem starfsemi fyrirtækisins hefur, á umhverfi og samfélag. Mælingar og rannsóknir fara fram ár hvert og með áralöngum athugunum má sjá þau áhrif sem starfsemin hefur yfir lengri tíma. Hér fyrir neðan er að finna skýrslur um losun frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2015 út í andrúmsloft, vatn og jarðveg. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við háskóla, rannsóknarstofnanir og sjálfstæða sérfræðinga. Með því að smella á heiti skýrslunnar má nálgast rafrænt eintak hennar.

Section #